Erlent

Yfirvinna að fara með Kaupmannahafnarlögreglu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregluyfirvöld í Kaupmannahöfn óttast að yfirvinna muni sliga lögregluliðið á næstu mánuðum. Mikið hefur verið um tímafrek verkefni upp á síðkastið sem krefjast mikils mannafla í lengri tíma.

Skammt er síðan hið svonefna Ungdómshús í Nørrebro-hverfinu alræmda var rýmt og rifið auk þess sem stöðugar erjur hafa átt sér stað milli gengja vélhjólamanna og innflytjenda á haustmánuðum. Danska lögreglan má taka frí á móti unninni yfirvinnu og á lögreglulið borgarinnar til samans nú inni 28.003 frídaga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×