Erlent

Vegaöryggi litlu bættara

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Umferð á vegum nútímans er nokkurn veginn jafnhættuleg og hún var á 16. öldinni. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem kafaði ofan í skýrslur dánardómstjóra Sussex á Englandi árin 1485 til 1688.

Þær sýna fram á að þriðjungur dauðsfalla var af völdum umferðar um vegi, til dæmis féll fólk ofan í skurði eða varð fyrir hestvögnum. Tölur Heilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sýna svart á hvítu að um fjórðungur dauðsfalla heimsíns árið 2007 varð í umferðinni. Bresku rannsakendurnir telja því lítið hafa þokast á þeim vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×