Erlent

Átta tíma svefninn er bábilja

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Það eru hreinar kerlingabækur að manneskjan þurfi átta klukkustunda svefn á sólarhring til að geta lifað og starfað eðlilega.

Þetta fullyrðir prófessor Jim Horne, forstöðumaður Svefnarannsóknarstofu Háskólans í Loughborough á Englandi. Horne segir erfðaþætti fyrst og fremst ráða svefnþörf fólks enda sofi stórir hópar fólks aldrei meira en fimm tíma á nóttu og aðrir stríði við stöðugar svefntruflanir en stundi þó vinnu og nám til jafns við aðra. Hann segir þessa lífseigu átta tíma kenningu ekki hafa gert annað en ýta undir stöðugan ótta hjá fólki sem telur sig ekki fá nægan svefn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×