Erlent

Abramovich kvíðir ekki afkomunni

Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Roman Abramovich er aldeilis ekki kominn á horreimina þótt hann hafi í gær sagst ætla að fresta brúðkaupi sínu í ljósi efnahagsástandsins í heiminum.

Hann er að láta smíða stærstu lúxussnekkju í heimi í þýskalandi og verður hún tæplega 170 metra löng, eða meira en tvöfalt lengri en stærstu úthafstogarar Íslendinga. Skrokkurinn er skotheldur og er lítill kafbátur felldur inn í hann. Ofan þilja er stór þyrlupallur og svo verður snekkjan búin flugskeytum til varna. Snekkjan, sem á að heita Eclipse, verður tilbúin næsta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×