Innlent

RNU varar við Suðurlandsvegi

Ágúst Mogensen er forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa.
Ágúst Mogensen er forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa varar við Suðurlandsvegi. Nefndin hefur gefið út varnaðarskýrslu um veginn og er tilefni hennar fjölda alvarlegra umferðarslysa sem þar hefur orðið undanfarin ár.

Fjögur banaslys urðu á Suðurlandsvegi 2007 og það sem af er ári hafa tveir látist í kjölfar umferðarslyss á veginum.

Algengasta tegund banaslysa í umferðinni á Íslandi undanfarin ár er útafakstur en á Suðurlandsvegi hafa 11 af síðustu 12 banaslysum verið árekstur tveggja eða fleiri bíla sem koma úr gagnstæðum áttum.

,,Að mati nefndarinnar er aðgreining akstursstefna nauðsynleg aðgerð til að sporna við þeim fjölda harðra framanákeyrslna," segir á heimasíðu Rannsóknarnefndar umferðarslysa.

Aðalorsakir banaslysa á Suðurlandsvegi eru talsvert frábrugðnar algengustu orsökum banaslysa á landsvísu. Dæmigert banaslys í umferðinni á Íslandi er útafakstur þar sem ökumaður er ölvaður, jafnvel um ofsaakstur að ræða og bílbelti ekki notuð.

Aftur á móti er dæmigert banaslys á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss undanfarin ár er ökumaður sem missir bifreið sína yfir á rangan vegarhelming vegna veikinda eða þreytu og ekur framan á aðra bifreið sem ekið er úr gagnstæðri átt.

,,Tilhugsunin ein um að eiga hættu að lenda í þessum aðstæðum er ógnvænleg og raunveruleg, sérstaklega á þessum hluta þjóðvegarins. Að mati nefndarinnar er aðgreining akstursstefna nauðsynleg aðgerð til að sporna við þeim fjölda harðra framanákeyrslna."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×