Erlent

Trump: Ákæra hefði átt Bush vegna Íraksstríðsins

Auðjöfurinn Donald Trump segir að ákæra hefði átt George Bush Bandaríkjaforseta fyrir embættisafglöp vegna innrásarinnar í Írak árið 2003.

Trump, sem er svarinn repúblikani, segist ekki skilja hvers vegna demókratar hafi ekki ákært Bush þegar þeir hlutu meirihluta í bandaríska þinginu árið 2006. Sagðist hann enn fremur hissa á því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefði ekki beitt sér í málinu.

Að mati Trumps er sú ákvörðun Bush að ráðast í stríðið gegn Írak mun alvarlegri en Lewinsky-mál Bills Clinton, en þingið íhugaði að ákæra hann vegna þess máls. „Bush laug, hann fór með okkur í stríð með því að ljúga," segir Trump og vísar þar til fullyrðinga Bush um geryðingarvopn í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×