Innlent

Staða fatlaðra verst á Suðvesturhorninu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar.
Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar. MYND / www.khi.is

Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan í málefnum fatlaðra sé verst í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. ,,Það er pólitísk ákvörðun tekin af Alþingi sem ákvað að setja ekki aukið fjármagn í málaflokkinn á svæðinu. Á seinsta ári kölluðum við eftir auknu fjármagni í uppbyggingu en töluðum fyrir daufum eyrum," segir Gerður.

Að mati Gerðar er staða fatlaðra á landsbyggðinni almennt betri en á Suðvesturhorninu. ,,Smæð bæjarfélaga hefur þau áhrif að auðveldara reynist að halda utan um einstök mál. Hlutfallslega fer meira fjármagn til landsbyggðarinnar," segir Gerður bætir við að mest fólksfjölgun hefur átt sér stað á Suðvesturhorninu en fjármagn hafi ekki fylgt með.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði fyrr í vikunni í samtali við Vísi að 800 til 900 milljónir hafi verið settar aukalega í málaflokkinn á árunum 2007 til 2008. Gerður telur að meirihluti þeirrar upphæðar hafi farið í málefni geðfatlaðra. ,,Það er mikið fagnaðarefni og afskaplega brýnt verkefni sem Íslendingar hafa ekki sinnt árum og áratugum saman," segir Gerður. Að sama skapi hafi dregið úr uppbyggingu fyrir aðra hópa og samhliða aukist vandamál þeirra. ,,Aðrir hópar fatlaðra voru settir á hold," segir Gerður.

Gerður segir að í góðærinu hafi ekki mátt setja fjármagn í málaflokkinn þar sem það myndi auka þenslu. ,,Svo þegar að kreppan kemur er ekki hægt að fá pening í málefni fatlaðra af því þeir eru sagðir ekki vera til staðar. Það segir ansi mikið um viðhorfið ef þessi hópur á sífellt að líða fyrir ástand efnahagsmála. Það er með öllu óásættanlegt," segir Gerður.

Gerður bindur miklar vonir við að hagur fatlaðra og aðstandenda þeirra muni vænkast þegar málefni fatlaðra verða færð frá ríki til sveitarfélaga. Gerður segir að ekki gangi að færa málaflokkinn óbreyttan yfir til sveitarfélaganna. ,,Það þarf að bæta við fjármagni og það strax. Ef það á að gera þetta á pari við það fjármagn sem er í dag þá geta menn bara sleppt þessari tilfærslu," segir Gerður.






Tengdar fréttir

Kerfið er á hraða snigilsins

Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni."

Jóhanna: Málefni fatlaðra í forgangi

Jóhanna Sigurðardóttir segir málefni fatlaðra vera í forgang. ,,Málefni fatlaðra hafa verið í forgang hjá mér og þannig verður það áfram. Stoðþjónustan hefur verið efld og á milli 800 og 900 milljónir voru settar aukalega í málaflokkinn," segir Jóhanna.

Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu

Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar."

Árni stendur með foreldrum fatlaðra

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vita að aðstæður foreldra fatlaðra barna eru ,,víða erfiðar og við viljum standa með þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×