Innlent

Árekstur við Grindavíkurafleggjara

Á slysstað.
Á slysstað. Mynd / Víkurfréttir Ellert Grétarsson
Tveir bílar lentu í árekstri við Grindarvíkurafleggjara nú fyrir stundu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var fólksbíll að taka fram úr öðrum fólksbíl með kerru en það vildi ekki betur til en að hann fór utan í hann. Báðir höfnuðu utan vegar. Enginn þeirra sem fluttir voru á slysadeild voru að sögn slökkviliðs alvarlega slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×