Fótbolti

Villa missir af úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa er hér skipt af velli í leiknum í gær.
David Villa er hér skipt af velli í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP

Læknir spænska landsliðsins segir að það sé nánast engar líkur á því að David Villa verði með spænska landsliðinu í úrslitaleik EM 2008.

Villa meiddist á lærvöðva í undanúrslitaleiknum gegn Rússum í gærkvöldi. Fyrr í dag neitaði spænska knattspyrnusambandið að gefa upp vonina varðandi Villa en Luis Aragones landsliðsþjálfari sagði eftir leik í gær að hann yrði sennilega ekki með.

Jesus Jiminez, læknir spænska liðsins, sagði að skoðun hafi leitt í ljós litla rifu á vöðva aftan á hægra lærinu hans. Það þýðir að hann verði frá í sjö til tíu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×