Erlent

Bílstjóri bin Laden afplánar í Jemen

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bílstjórinn, Salim Hamdan.
Bílstjórinn, Salim Hamdan. MYND/AP

Fyrrverandi einkabílstjóri og lífvörður al Qaeda-leiðtogans Osama bin Laden verður fluttur úr fangelsi Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu næstkomandi mánudag og færður til Jemen þar sem honum hefur verið heimilið að afplána það sem eftir er af fimm og hálfs árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að vera aðstoðarmaður hryðjuverkaleiðtogans.

Einnig fyrir að hafa tekið þátt í að flytja vopn og birgðir fyrir al-Qaeda auk þess að hljóta þjálfun í vopnaburði. Aðeins nokkrar vikur eru í að hann hafi afplánað allan dóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×