Erlent

Ákærður í tengslum við hvarf tíu ára stúlku

Englu Juncosa-Höglund hefur verið saknað frá því á laugardag.
Englu Juncosa-Höglund hefur verið saknað frá því á laugardag.

Karlmaður á fimmtungsaldri sem handtekinn var á dögunum í tengslum við hvarf tíu ára stúlku verður ákærður fyrir mannrán. Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið.

Þar segir enn fremur að hann hafi viðurkennt að hafa verið í bænum Stjärnsund á laugardag þegar hin tíu ára Engla Juncosa-Höglund hvarf eftir að hafa verið að spila fótbolta með vinum sínum og fengið leyfi til að hjóla heim í fyrsta skipti á ævinni.

Lögreglan hefur fengið um þúsund ábendingar í málinu og vinna um 30 lögregluþjónar að því en leit að stúlkunni hefur enn ekki borið árangur. Enn fremur rannsakar lögreglan hvort maðurinn tengist tveimur óleystum morðmálum og verða lífsýni úr honum rannsökuð af þeim sökum. Maðurinn á að baki þrjá dóma fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum, þar af tveimur sextán ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×