Lífið

Stresslaus og berskjaldaður Friðrik Ómar

Friðrik Ómar.
Friðrik Ómar.

„Ég hef það gott. Það fer samt ekki framhjá manni hvernig landið liggur en maður verður að bíta á jaxlinn. Ég þreif íbúðina í gær og gerði klárt fyrir jólaskrautið," segir Friðrik Ómar aðspurður hvernig hann hefur það.

„Það er allt á fullu. Ég er meðal annars að dreifa nýjustu plötunni minni í búðir. Ég var með tónleika í Salnum í mars síðastliðinum „Í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar" en þeir voru hljóðritaðir og núna eru þeir semsagt komnir út á plötu sem ég er hæstánægður með. Þetta er bara gaman þó þetta sé mikil vinna."

Eurobandið verður á Grand Hótel í jólahlaðborðunum fram að jólum.

„Samhliða þessu hef ég verið að túra um landið með tónleika en um næstu helgi verða lokatónleikarnir á þessum túr í Salnum í Kópavogi."

„Á tónleikunum syng ég mitt efni og þau lög sem hafa komið út með mér á plötum, lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og að sjálfsögðu fá jólalög að fljóta með."

Eru fleiri tónlistarmenn þér til halds og trausts á tónleikunum? „Já Grétar Örvarsson hefur verið með mér á píanó og Greta Salóme á fiðlu. Þetta er einstök blanda af hljóðfærum."

„Það verður ekkert stress á okkur á sviðinu. Maður er berskjaldaður á sviðinu en það herðir mann bara."

„Síðan er fullt af öðru góðu fólki sem kemur að þessu með mér til að láta þetta takast sem best upp. Ég lofa allavega því að við höfum virkilega gaman af því sem við erum að gera og það smitast alltaf út í sal," segir Friðrik Ómar að lokum.

 

Miðasala á tónleikana er í fullum gangi á http://www.salurinn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.