Spenna magnast milli Indlands og Pakistans 1. desember 2008 12:27 MYND/AP Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans eftir mannskæðu hryðjuverkaárásirnar í Múmbaí á Indlandi fyrir helgi. Indverjar segja ódæðismennirnir hafa fengið þjálfun í Pakistan áður en þeir hafi ráðist til atlögu. Reutersfréttastofan hefur eftir ónafngreindum rannsóknarmönnum að við yfirheyrslur yfir eina eftirlifandi vígamanninum, Azam Amir Kasav, hafi komið fram gögn sem sýni fram á svo ekki verði um villst að hann og bandamenn hans hafi hlotið sérsveitarþjálfun í Pakistan. Lashkar e Taiba, herskár hópur frá Pakistan, hafi skipulagt þjálfunina og henni hafi fyrrverandi hermaður í pakistanska hernum stjórnað. Lashkar e Taiba hefur barist gegn stjórn Indverja í Kasmír héraði og verði kennt um árás á þinghús Indverjar 2001 sem varð til þess að nærri kom til stríðsátaka milli landanna ári síðar. Hópurinn hefur verið talinn tengjast leyniþjónustu Pakistans nánum böndum þó að ráðamenn í Íslamabad segi að barist sé gegn þeim af fullri hörku. Ráðamenn í Nýju Delí hafa ekki gengið svo langt að kenna pakistönskum stjórnvöldum um árásina´i Múmbaí en lýst yfir mikilli óánægju með að pakistanar hafi ekki reynt allt til að ganga milli bols og höfuðs á samtökunum. Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, hefur hvatt indversk stjórnvöld til að sýna stillingu svo komast megi hjá átökum. Stjórnarherrar í Íslamabad hafa varað við því að ef spennan magnist verði það til þess að pakistanskir hermenn verði fluttir frá landamærunum að Afganistan og til héraða við landamæri að Indlandi. Indverjar segja þetta gert til að kúga Bandaríkjamenn þannig að þeir hjálpi Pakistönum en ráðmenn í Washington leggi áherslu á baráttuna gegn Talíbönum í Afganistan og treysti á hjálp Pakistana. Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans eftir mannskæðu hryðjuverkaárásirnar í Múmbaí á Indlandi fyrir helgi. Indverjar segja ódæðismennirnir hafa fengið þjálfun í Pakistan áður en þeir hafi ráðist til atlögu. Reutersfréttastofan hefur eftir ónafngreindum rannsóknarmönnum að við yfirheyrslur yfir eina eftirlifandi vígamanninum, Azam Amir Kasav, hafi komið fram gögn sem sýni fram á svo ekki verði um villst að hann og bandamenn hans hafi hlotið sérsveitarþjálfun í Pakistan. Lashkar e Taiba, herskár hópur frá Pakistan, hafi skipulagt þjálfunina og henni hafi fyrrverandi hermaður í pakistanska hernum stjórnað. Lashkar e Taiba hefur barist gegn stjórn Indverja í Kasmír héraði og verði kennt um árás á þinghús Indverjar 2001 sem varð til þess að nærri kom til stríðsátaka milli landanna ári síðar. Hópurinn hefur verið talinn tengjast leyniþjónustu Pakistans nánum böndum þó að ráðamenn í Íslamabad segi að barist sé gegn þeim af fullri hörku. Ráðamenn í Nýju Delí hafa ekki gengið svo langt að kenna pakistönskum stjórnvöldum um árásina´i Múmbaí en lýst yfir mikilli óánægju með að pakistanar hafi ekki reynt allt til að ganga milli bols og höfuðs á samtökunum. Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, hefur hvatt indversk stjórnvöld til að sýna stillingu svo komast megi hjá átökum. Stjórnarherrar í Íslamabad hafa varað við því að ef spennan magnist verði það til þess að pakistanskir hermenn verði fluttir frá landamærunum að Afganistan og til héraða við landamæri að Indlandi. Indverjar segja þetta gert til að kúga Bandaríkjamenn þannig að þeir hjálpi Pakistönum en ráðmenn í Washington leggi áherslu á baráttuna gegn Talíbönum í Afganistan og treysti á hjálp Pakistana.
Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira