Indverjar reiðir yfirvöldum öryggismála 1. desember 2008 03:00 Íbúar Mumbai minnast fórnarlamba árásanna með kertaljósum í grennd við Taj Mahal-hótelið. Viðstaddir létu líka í ljós reiði sína. fréttablaðið/ap Innanríkisráðherra Indlands sagði af sér í gær í kjölfar þeirrar gagnrýni sem á öryggisyfirvöldum ríkisins hefur dunið vegna hinna blóðugu árása hryðjuverkamanna í Mumbai sem hófust síðastliðinn miðvikudag en ekki tókst að binda enda á fyrr en á laugardag. 174 létu lífið í árásunum, sem tíu manna hópur herskárra múslima frá Pakistan framdi að því er lögregluyfirvöld í Mumbai fullyrða. Í gær var enn verið að bera lík fólks út úr Taj Mahal-glæsihótelinu, en þar stóð viðureignin við vel vopnaða hryðjuverkamennina lengst, enda héldu þeir fjölda fólks, mikið til erlendum ferðamönnum, í gíslingu. Innanríkisráðherrann Shivraj Patil lagði inn afsögn sína og forsætisráðherrann Manmohan Singh féllst á hana í gær, að því er skrifstofa Indlandsforseta greindi frá. „Ráðamenn okkar snúast í kringum sjálfa sig er saklausir láta lífið“, mátti lesa í fyrirsögn dagblaðsins Times of India. Rakesh Maria, háttsettur lögreglustjóri í Mumbai, greindi frá því í gær að árásarmennirnir hefðu verið herskáir liðsmenn pakistönsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba. Samtökin hafa lengi verið álitin búin til af pakistönsku leyniþjónustunni til að hjálpa til við að heyja óopinbert stríð við Indverja um yfirráð yfir Kasmír-héraði. Áður hafði bandarískur embættismaður, sérhæfður í hryðjuverkavörnum, sagt að sum einkenni Mumbai-árásanna bentu til að Lashkar kynnu að vera að verki, ásamt öðrum hópi sem líka hefur látið að sér kveða í Kasmír. Bæði samtök eru sögð hafa tengst vil al-Kaída-hryðjuverkanetið. Opinber tala látinna í árásunum var leiðrétt úr 195 í 174 í gær. Að sögn talsmanna yfirvalda höfðu sum líkin verið talin tvisvar. Þeir tóku fram að tala látinna gæti hækkað aftur þegar búið væri að fínkemba Taj Mahal-hótelið, þar sem fleiri lík kynnu að finnast. Meðal hinna látnu voru átján útlendingar. Níu af árásarmönnunum tíu voru drepnir, einn var handtekinn á lífi. Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Innanríkisráðherra Indlands sagði af sér í gær í kjölfar þeirrar gagnrýni sem á öryggisyfirvöldum ríkisins hefur dunið vegna hinna blóðugu árása hryðjuverkamanna í Mumbai sem hófust síðastliðinn miðvikudag en ekki tókst að binda enda á fyrr en á laugardag. 174 létu lífið í árásunum, sem tíu manna hópur herskárra múslima frá Pakistan framdi að því er lögregluyfirvöld í Mumbai fullyrða. Í gær var enn verið að bera lík fólks út úr Taj Mahal-glæsihótelinu, en þar stóð viðureignin við vel vopnaða hryðjuverkamennina lengst, enda héldu þeir fjölda fólks, mikið til erlendum ferðamönnum, í gíslingu. Innanríkisráðherrann Shivraj Patil lagði inn afsögn sína og forsætisráðherrann Manmohan Singh féllst á hana í gær, að því er skrifstofa Indlandsforseta greindi frá. „Ráðamenn okkar snúast í kringum sjálfa sig er saklausir láta lífið“, mátti lesa í fyrirsögn dagblaðsins Times of India. Rakesh Maria, háttsettur lögreglustjóri í Mumbai, greindi frá því í gær að árásarmennirnir hefðu verið herskáir liðsmenn pakistönsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba. Samtökin hafa lengi verið álitin búin til af pakistönsku leyniþjónustunni til að hjálpa til við að heyja óopinbert stríð við Indverja um yfirráð yfir Kasmír-héraði. Áður hafði bandarískur embættismaður, sérhæfður í hryðjuverkavörnum, sagt að sum einkenni Mumbai-árásanna bentu til að Lashkar kynnu að vera að verki, ásamt öðrum hópi sem líka hefur látið að sér kveða í Kasmír. Bæði samtök eru sögð hafa tengst vil al-Kaída-hryðjuverkanetið. Opinber tala látinna í árásunum var leiðrétt úr 195 í 174 í gær. Að sögn talsmanna yfirvalda höfðu sum líkin verið talin tvisvar. Þeir tóku fram að tala látinna gæti hækkað aftur þegar búið væri að fínkemba Taj Mahal-hótelið, þar sem fleiri lík kynnu að finnast. Meðal hinna látnu voru átján útlendingar. Níu af árásarmönnunum tíu voru drepnir, einn var handtekinn á lífi.
Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira