Innlent

Kalla Davíð Oddsson gereyðingarvopn sem þurfi að víkja

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.
Davíð Oddsson er gereyðingarvopn fyrir íslenskt efnahagslíf og nauðsynlegt er að hann víki sem seðlabankastjóri. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, við upphaf Landsþings Ungra jafnaðarmanna í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í morgun.

Anna Pála talaði einnig um að langtímahagsmunum Íslendinga væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu, sem ætti þó ekki að líta á sem skyndilausn á þeim efnahagsvanda sem þjóðin stendur nú frammi fyrir.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×