Innlent

Bensínlítrinn hefur hækkað um hundrað kall á 10 árum

Búast má við enn frekari hækkunum á eldsneytisverði næstu misserin vegna hækkandi verðs á heimsmarkaði. Ríkissjóður græðir sem aldrei fyrr á hækkandi eldsneytisverði.

Olíufélögin hækkuðu verðið á bensínlítranum um 6 krónur í gær og verð á dísilolíu um 7 krónur. Algengt verð á bensínlítranum er 175,4 krónur og 191,8 krónur á dísil.

Ef við skoðum tíu ár aftur í tímann kemur í ljós að bensínlítrinn hefur hækkað um 100 krónur að nafnvirði. Fyrst fór verðið á bensínlítranum yfir 100 krónur árið 2001 og þótti mörgum nóg um en flestir myndu prísa sig sæla ef það yrði raunin nú.

Fyrir einungis hálfu ári eða svo var verðið á bensínlítranum tæpar 140 krónur og hefur það hækkað um 35 krónur síðan þá eða nærri 25%. Dísilolían kostaði 142 krónur í byrjun árs en kostar nú 191,8 krónur, hækkun upp á tæp 36%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×