Innlent

Bjargað eftir 50 klukkustundir

Lítilli stúlku var bjargað úr rústum heimavistar sinnar um 50 klukkustundum eftir að hún grófst niður í jarðskjálftanum í Suð-vestur Kína á mánudaginn.

Björgunarmenn heyrðu stúlkuna kalla á hjálp og náðu að grafa hana undan brakinu sem hún lá undir.

Opinber tala látinna var komin upp í 14,866 í kvöld en flestir eru á því að mun fleiri hafi látist í skjálftanum.

Stúlkan sem bjargaðist úr rústum Muyu skólans eftir 50 klukkutíma var ein 89 skólasystkina sem björguðust en 201 nemendur úr sama skóla eru taldir hafa látið lífið í jarðskjálftanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×