Erlent

Dullarfulla píanóið

Óli Tynes skrifar
Lögreglan skoðar dularfulla píanóið.
Lögreglan skoðar dularfulla píanóið.

Lögreglan í Harwich í Massachusetts er gersamlega gáttuð á píanói sem fannst í miðjum skógi fyrir utan bæinn. Það var kona í gönguferð sem fann gripinn.

Píanóið er vel með farið og rétt stillt. Við það stóð kollur, eins og einhver hafi verið að setjast niður til þess að spila.

Píanóið er af gerðinni Baldwin Acrosonic númer 987. Lögreglan er nú að rekja verksmiðjunúmerið til þess að reyna að finna eigandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×