Innlent

Fengu hrefnu í trollið

Áhöfnin á Guðmundi VE 29 frá Vestmannaeyjum, fékk hrefnu í trollið hjá sér þar sem skipið var á síldveiðum við Jan Mayen. Þorbjörn Víglundsson skipverji á Guðmundi greinir frá þessu á bloggsíðu sinni.

Hann segir hrefnuna hafa verið sex til sjö metra langa og um fimm tonn á þyngd. Það hafi kostað smá bras að koma hrefnunni innfyrir þar sem hún var flægt í síldarnótinni en það hafi tekist að lokum. Áhöfnin hófst síðan handa við að verka hrefnuna og hafi kjötið af henni fyllt þrjú fiskikör.

Þorbjörn segir áhöfnina einnig hafa gætt sér á hrefnukjötinu sem væri algert lostæti. Þorbjörn segir síldveiðarnar við Jan Mayen hins vegar ganga verr. Þeir séu aðeins komnir með 70 tonn af síld og spáir hann því að kallinn í brúnni, fari að leita á önnur mið.

Hægt er að sjá bloggsíðu Þorbjarnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×