Lífið

Harry Potter aðdáendur leika quidditch í Laugardal

Það eru ekki bara galdrakrakkar sem geta spila quidditch eftir að nýjar reglur litu dagsins ljós.
Það eru ekki bara galdrakrakkar sem geta spila quidditch eftir að nýjar reglur litu dagsins ljós.

Hópur af ungu fólki, sem á það sameiginlegt að vera miklir aðdáendur Harry Potter bókanna, kom saman síðasta sunnudag og léku quidditch, íþróttina sem söguhetjurnar í Harry Potter bókunum leika á galdrakústum.

Þessa íþrótt er ekki aðeins hægt að spila á galdrakústum heldur hafa reglurnar verið lagaðar eftir bandarískri fyrirmynd og er því spilað á jörðu niðri.

Íslenska mugga-quidditch félagið hefur verið stofnað og er ætlunin að hafa æfingar reglulega í vetur, að minnsta kosti einu sinni í viku, og ef til vill halda nokkur mót.

Félagar eru nú þegar um tuttugu talsins, fyrsta æfingin var síðasta sunnudag og sú næsta verður næsta sunnudag 14 fyrir utan Skautahöllina í Laugardalnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.