Sport

18 ára sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pamela Jelimo.
Pamela Jelimo.

Pamela Jelimo frá Kenía varð í dag Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna. Jelimo er átján ára gömul og setti heimsmet unglinga og Afríkumet með því að hlaupa á 1:54,87 mínútu.

Hún varð jafnframt fyrsta konan frá Kenía til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum. Janeth Jepkosgeir Busienei frá Kenía varð önnur og Hansna Benhassi frá Marokkó þriðja.

Þá sigraði Stephanie Brown Trafton frá Bandaríkjunum í kringlukasti kvenna í dag. Hún kastaði 64,74 metra í fyrsta kasti og það reyndist sigurkastið. Yarelys Barrios frá Kúbu vann silfrið og Olena Antonova frá Úkraínu bronsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×