Innlent

Börn í varanlegu fóstri heimsótt einu sinni á ári

Barnaverndarnefndir heimsækja börn sem er í varanlegu fóstri að minnsta kosti einu sinni á ári. Barnaverndarstofa telur þetta fullnægjandi eftirlit.

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál þar sem karlmaður er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku sem var hjá honum í fóstri. Stúlkan var í varanlegu fóstri hjá honum og konu hans í Kópavogi. Vegna rannsóknar málsins hefur börnum sem voru í fóstri hjá þeim verið komið fyrir annars staðar og samningi þeirra við félagsþjónustuna hefur verið rift.

Hrefna Friðriksdóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu segir að eftirlit barnaverndarnefnda sé meira með börnum í tímabundnu fóstri en þeim sem séu í varanlegu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×