Erlent

Blackwater málaliðar ákærðir fyrir morð

Fimm málaliðar Blackwater verða ákærðir fyrir morð á sautján írökum.
Fimm málaliðar Blackwater verða ákærðir fyrir morð á sautján írökum.

Fimm málaliðar bandaríska fyrirtækisins Blackwater Worldwide verða ákærðir fyrir morð á sautján írökum. Málaliðarnir skutu fólkið til bana og særðu fleiri á torgi í einu af úthverfum Bagdad borgar fyrir rúmu ári. Íraska lögreglan segir að árásin hafi verið tilefnislaus en talsmenn Blackwater segja að málaliðarnir hafi verið að bregðast við fyrirsáti.

Fyrirtækið Blackwater var ráðið til þess af bandaríska utanríkisráðuneytinu að annast gæslu bandarískra sendifulltrúa í Írak. Málið vakti mikla reiði þegar það kom fyrst upp en yfirvöld í Írak hafa sakað starfsmenn Blackwater um að hafa nokkrum sinnum ráðist að tilefnislausu á Íraka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×