Erlent

Gekk 130 kílómetra heim til sín

Síberskur husky. Mynd/ AFP
Síberskur husky. Mynd/ AFP

Tík sem hljóp frá eiganda sínum á langferðalagi um Nevada fylki gekk 130 kílómetra heim til sín og skilaði sér heilu og höldnu viku seinna.

Tíkin, sem er síberskur husky, komst heim til sín þann 14. apríl síðastliðinn en hafði týnst 8 dögum fyrr. Hún var ósködduð. Hins vegar hafði hún orðið fyrir árás skunks og lyktaði því fremur illa.

„Hún hefur áður valdið mér vandræðum með því að hlaupa í burtu. En hún hefur alltaf komið til baka," er haft eftir eiganda hennar. Hann hafði þó ekki búist við því að hún kæmi heim að þessu sinni. „Ekki eftir fjarveru í heila viku," sagði hann.

Eigandinn býst við því að tíkin hafi gætt sér á kanínum á ferðalaginu og því var hún í góðum holdum þegar þau hittust aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×