Innlent

Fengu ekki leyfi fyrir auglýstu opnu húsi

Hrólfur Jónsson
Hrólfur Jónsson

"Það var aldrei neitt leyfi gefið fyrir opnu húsi," segir Hrólfur Jónsson forstöðumaður framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar.

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrú Vinstri Grænna segir að Hrólfur hafi í dag afturkallað leyfi fyrir opnu húsi sem nýstofnuð Hollvinasamtök Fríkirkjuvegs 11 ætluðu að standa fyrir um helginu í húsinu undir leiðsögn borgarminjavarðar.

Hrólfur segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum.

"Þorleifur ræddi við mig um að fá að skoða húsið með litlum hóp manna. Það var aldrei rætt um að þetta yrðu eitthvað opið hús eins og síðar var auglýst. Það hefur aldrei verið gefið leyfi fyrir því," segir hann.

Hrólfur segir ástæðuna fyrir hann geti ekki gefið leyfi fyrir opnu húsi sé einfaldlega sú að húsið sé selt.

"Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, símhringingar og skilaboð víðsvegar hefur ekki náðst í borgarstjóra vegna málsins... framkoman [er] lítilsvirðandi við borgarbúa sem þarna hefðu getað fengið tækifæri til að kveðja þetta sögufræga hús með virtum áður en það verður afhent öðrum til eignar," segir í tilkynningu frá Þorleifi Gunnarssyni borgarfulltrúa Vinstri Grænna og talsmanni hollvinasamtakanna.

Þar kemur einnig fram undirbúningshópurinn eftir sem áður halda stofnfund sinn á sunnudag, í garðinum sjálfum ef svo ber undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×