Erlent

Norðmenn fara sænsku leiðina

Vændiskaup verða refsiverð í Noregi nái frumvarpið fram að ganga.
Vændiskaup verða refsiverð í Noregi nái frumvarpið fram að ganga.

Norski dómsmálaráðherrann Knut Storberget lagði í dag fram frumvarp á norska Stórþinginu sem gerir það glæpsamlegt að kaupa þjónustu vændiskvenna.

Norðmenn feta þar með í fótspor Svía sem fyrstir þjóða lögðu bann við vændiskaupum. Nokkur umræða hefur skapast hér á landi hvaða leiðir skuli farnar í þessum efnum en eins og staðan er í dag er hvorki bannað að selja líkama sinn né kaupa slíka þjónustu. Hinsvegar er bannað að hafa milligöngu um slík viðskipti.

Nái lögin fram að ganga verða vændiskaup norskra ríkisborgara gerð ólögleg, hvort sem viðskiptin fara fram á norskri gruns eða utan landsteina. Brotin geta varðar fangelsi allt að sex mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×