Erlent

Carter fundaði með leiðtogum Hamas

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jimmy Carter.
Jimmy Carter. MYND/AP

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti fund með háttsetum leiðtogum Hamas-samtakanna í Kaíró í Egyptalandi í gær.

Sagði Carter leiðtogana, Mahmoud al-Zahar og Saeed Seyam, hafa gefið til kynna að þeir gengju til friðarsamninga við Ísraela ef palestínska þjóðin legði blessun sína yfir slíkt. Carter ávarpaði samkomu við Ameríska háskólann í Kaíró og sagði þar frá því að fundurinn hefði staðið yfir í um þrjár klukkustundir. Hann sagði enn fremur að sig dreymdi um að lifa það að veruleg breyting yrði á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Carter, sem er 83 ára gamall, er í níu daga heimsókn í Mið-Austurlöndum með það að markmiði að stuðla að friði, lýðræði og mannréttindum í heimshlutanum. Flestir Ísraelsmenn telja þó að ríkisstjórn þeirra ætti að annast þær viðræður sem Carter átti við ráðamenn Hamas en samkvæmt könnun telja 64% Ísraela viðræður Ísraelsstjórnar og Hamas æskilegar. CNN greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×