Innlent

Söfnuðu 18 milljónum með sölu á notuðum fötum

Jóna Arthursdóttir er ein þeirra sem vann sem sjálboðaliði að fatasöfnunarverkefni Rauða krossins.
Jóna Arthursdóttir er ein þeirra sem vann sem sjálboðaliði að fatasöfnunarverkefni Rauða krossins.

Á morgun mun fatasöfnunarverkefni Rauða kross Íslands afhenda neyðaraðstoða Alþjóða Rauða krossins 18 milljón króna sem söfnuðust við sölu á notuðum fötum sem gefin voru til verkefnissins.

Þetta er hæsta framlag sem fengist hefur fyrir sölu á notuðum fatnaði á einu ári hér á landi síðan fatasöfnunarverkefnið hófst fyrir átta árum.

Af fénu fara átta milljónir króna í verkefni Alþjóða Rauða krossins í Palestínu en tíu milljónum króna verður varið í neyðaraðstoð Alþjóða Rauða krossins í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×