Innlent

Landsbankamótmælum lokið

Mótmælin eru friðsöm eins og er og eru slagorð kölluð af mótmælendum
Mótmælin eru friðsöm eins og er og eru slagorð kölluð af mótmælendum MYND/VILHELM

Mótmælum sem hópur fólks stóð fyrir í Landsbankanum í morgun er lokið. Fólkið hóf mótmælin í gamla Landssímahúsínu við Austurvöll rétt eftir klukkan níu. Þaðan fór hópurinn í útibú Landsbankans í Austurstræti. Fólkið söng og hrópaði slagorð. Eftir stutta stund þar inni var förinni heitið í útibú Landsbankans á Laugavegi og söng hópurinn þar inni og hrópaði slagorð. Þar lauk svo mótmælunum fyrir stundu. Samkvæmt heimildum Vísis fóru mótmælin friðsamlega fram í alla staði.

 
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×