Sport

Kínverjar sópa að sér verðlaunum í fimleikum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chen Yibing í hringjunum.
Chen Yibing í hringjunum.

Kína hefur unnið sjö af ellefu gullverðlaunum sem veitt hafa verið í fimleikum í Peking. Chen Yibing vann í morgun sigur í hringjum og þá vann He Kexin gullverðlaun í keppni á misháum slám í kvennaflokki.

Pólland hefur tekið ein gullverðlaun en Leszek Blanik vann í stökki karla í morgun. Bandaríkin, Rúmenía og Kórea hafa einnig unnið eitt gull hver þjóð í fimleikakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×