Erlent

Neita því að njósna hverjir um aðra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandarískir og breskir leyniþjónustuyfirmenn harðneita ásökunum um að þeir haldi úti gagnkvæmum njósnum um stjórnmálaleiðtoga landanna.

Til dæmis er því haldið fram að bandaríska leyniþjónustan hafi á laun safnað gögnum um Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. ABC-fréttastofan greinir frá því að bandarískur leyniþjónustumaður sem látið hefur af störfum hafi greint frá því að þarlend leyniþjónusta eigi bunka af gögnum um einkalíf Blairs. Þessu harðneitar yfirmaður leyniþjónustunnar CIA og Bretar taka undir það og segja þjóðirnar ekki njósna hvor um aðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×