Innlent

Sádi-arabískur þingforseti heimsótti Alþingi

Saleh Abdulla bin Humeid, forseti sádi-arabíska ráðgjafarþingsins, ræðir nú fulltrúa þingflokkanna, en hann er hér á landi í tveggja daga opinberri heimsókn.

Í morgun átti hann fund með Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, og síðan með iðnaðarnefnd Alþingis. Eftir hádegisverðarfund með fulltrúum þingflokkanna ætlar hann að heimsækja Íslenska erfðagreiningu og ræða síðan við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.

Bin Humeid gaf Sturlu gyllta kaffikönnu að gjöf en Sturla svaraði með innbundnum Íslendingasögum á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×