Innlent

Göngudeildaþjónusta fyrir börn lögð af

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Páll Tryggvason, barnageðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, segir að 70% samdráttur verði á þjónustu í barnageðlækningum vegna niðurskurðar hjá sjúkrahúsinu. Hann segir að staða hans við sjúkrahúsið hafi ekki verið lögð niður en samningi um göngudeildarþjónustu hafi verið sagt upp. Eftir sem áður muni hann sinna bráðatilvikum, ráðgjöf við deildir spítalans, samskiptum við skóla, barnaverndaryfirvöld og félagsmálayfirvöld. Hann muni hins vegar ekki sinna göngudeildarþjónustu áfram.

Páll segist hafa verið við störf hjá Fjórðungssjúkrahúsinu frá árinu 1995. Samhliða hafi hann verð með stofurekstur. „Í byrjun árs 2006 óskaði framkvæmdastjóri eftir því að ég myndi færa þessa starfsemi inn á sjúkrahúsið. Og það er á grundvelli þessa samnings sem ég ræði við fólk og hitti foreldra og börn og veiti meðferð og eftirlit og allt þetta. Og það er þessi samningur, þessi ferliverkasamningur eða göngudeildarsamningur, sem var verið að segja upp," segir Páll til að útskýra mál sitt.

Páll segir að hann muni áfram gegna hlutastöðu við sjúkrahúsið en hann muni ekki færa þjónustu sína aftur á einkastofu. Uppsögnin á samningnum muni því þýða töluverðan samdrátt á þjónustu.










Tengdar fréttir

Staða barna- og unglingageðlæknisins á Akureyri lögð niður

Staða eina barna- og unglingageðlæknisins sem starfar á utan höfuðborgarsvæðisins verður lögð niður og er ákvörðunin hluti af þeim niðurskurði sem tilkynnt hefur verið um á flestum sviðum stjórnsýslunnar. Læknirinn hefur hingað til haft aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á málinu á þingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×