Erlent

Minnast geimhundsins Laika

Geimhundsins Laika verður lengi minnst.
Geimhundsins Laika verður lengi minnst. Mynd/ AFP

Rússnesk yfirvöld afhjúpuðu í dag minnismerki um hundinn Laika. Hann var fyrsta lífveran sem ferðaðist með geimfari til tunglsins fyrir fimmtíu árum síðan. Minnismerkið er staðsett nærri rannsóknarstofu í Moskvu, þaðan sem eldflaugin fór á loft með Laika þann 3. nóvember 1957. Minnismerkið er af hundi sem stendur á geimflaug.

Lítið var vitað um áhrif geimflugs á lífverur þegar að Laika fór í loftið. Sumir töldu að lífverur gætu ekki lifað af slíkt flug eða aðstæður í geimnum og því þótti öruggara að senda hund áður en mannað geimfar færi. Laika var valin aðeins um viku áður en geimflauginni var skotið á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×