Sport

Bandarískur sigur í blaki karla

Elvar Geir Magnússon skrifar
Badaríkjamenn fagna gullinu.
Badaríkjamenn fagna gullinu.

Bandaríkin unnu nokkuð óvæntan sigur á Brasilíu í úrslitaleik karla í blaki á Ólympíuleikunum. Bandaríkin unnu 3-1 sigur í hörkuspennandi leik en loturnar fóru 20-25, 25-22, 25-21 og 25-23.

Þetta var fyrsta gull Bandaríkjanna í blaki síðan 1988. Bandaríkin og Brasilía áttust einnig við í úrslitum í kvennaflokki en þar hafði Brasilía sigur.

Rússland vann bronsverðlaunin í karlaflokki með þægilegum sigri á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×