Erlent

Kínverjar herða enn öryggisgæslu í kyndilhlaupi

Fulltrúar Kínverja fullvissuðu Alþjóða Ólympíunefndina um það í morgun að það sem eftir væri af kyndilhlaupi fyrir leikana í Peking í ágúst myndi ganga sem smurt.

Stuðningsmenn Tíbeta hafa reynt að tefja ferð ólympíukindilsins um götur Parísar, Lundúna og San Fracisco síðustu daga til að mótmæla aðgerðum Kínverjar í Tíbet. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Buenos Aires í Argentínu þar sem kyndillinn er nú.

Á fundi Alþjóða Ólympíunefndarinnar í Peking í morgun var fulltrúum hennar tilkynnt að Kínverjar ætluðu að herða til muna öryggisgæslu þar sem hlaupið verði með kyndilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×