Erlent

Myrti sambýliskonu sína með pinnabyssu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Pinnabyssa. Vopnið er notað til að aflífa dýr.
Pinnabyssa. Vopnið er notað til að aflífa dýr. MYND/Boltpistol.dk

Maður sem skaut konu og hund til bana í Gullestrup í Danmörku fyrir rúmu ári er nú fyrir rétti. Hinn ákærði var sambýlismaður konunnar og starfaði í sláturhúsi.

Morðvopnið sem hann beitti var óvenjulegt og þótti jafnframt bera vott um einbeittan vilja mannsins til að stytta sambýliskonu sinni aldur en það var pinnabyssa sem notuð er til að aflífa dýr. Vopnið er þannig úr garði gert að pinni skýst út úr hlaupinu í höfuð fórnarlambsins og þannig varð maðurinn konu og hundi að bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×