Enski boltinn

Clichy framlengir við Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gael Clichy.
Gael Clichy.

Arsenal hefur tilkynnt að vinstri bakvörðurinn Gael Clichy hafi skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. Þessi 22 ára leikmaður kom til Arsenal frá Cannes í heimalandi sínu, Frakklandi, árið 2003.

Clichy hefur verið fastamaður í liði Arsenal og leikið 146 leiki fyrir liðið. Hann hefur verið orðaður við ítölsk stórlið en nú er ljóst að hann er ekki á förum.

Roma og Juventus höfðu bæði áhuga á Clichy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×