Innlent

Stefnan tilbúin í haust

Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segist ætla að stefna íslenska ríkinu vegna Baugsmálsins og telur að stefnan geti litið dagsins ljós í september eða október. Hann segir að lögfræðingar sínir vinni nú að málinu, en það sé nokkuð flókið að fara yfir það.

Jóhannes segir það athyglisvert að Árni Johnsen skuli ætla sér að leggja fram frumvarp þess efnis að lög sem komi í veg fyrir að menn sem hafi hlotið skilorðsbundinn dóm sé bannað að sitja í stjórnum fyrirtækjana. Árni lýsir þessum fyrirætlunum sínum í Morgunblaðsgrein í dag. „Það er ekki eðlilegt að menn megi ekki vera í stjórnum fyrirtækja þó þeir fái einhvern skilorðsbundinn dóm í mjög litlu máli," segir Jóhannes. Hann segir jafnframt að þessi sömu lög gildi ekki í þeim löndum sem Baugur starfi í, Danmörku og Bretlandi.

Þá segir Jóhannes í samtali við Vísi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hljóti að vera knúnir til að segja af sér embættum sínum. Það sé forkastanlegt hvernig þeir hafi hagað sér. „Svo eru þessir menn að tala um að það þurfi að koma upp vopnuðu liði. Framkoma þessara manna við fólkið í landinu er á þann veg að það getur orðið til þess að fólk grípi til vopna gagnvart þeim. Þannig að það er kannski ekki skrítið að þeir vilji efla vopnaburð," segir Jóhannes.




Tengdar fréttir

Stjórnarþingmaður sakar íslensk yfirvöld um valdníðslu og ofsóknir

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar í haust að beita sér fyrir breytingum á lögum sem snúa að því að menn sem hafi hlotið skilorðsbundna dóma verði að víkja úr stjórnum fyrirtækja svo árum skipti. Í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag segir að þetta séu vitlaus lög og heimskuleg og því þurfi að spúla dekkið strax, eins og hann orðar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×