Erlent

Reiknað með spennandi kosningum á Ítalíu

Þingkosningar á Ítalíu halda áfram í dag en reiknað er með að mjótt verði á mununum milli flokks Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra og flokks Walter Veltroni fyrrum borgarstjóra í Róm.

Lítil munur þykir á stefnumálum þeirra tveggja en báðir leggja áherslu á að efla atvinnulífið og lækka skatta. Samkvæmt opinberum tölum hafa nærri tveir þriðju kjósenda þegar greitt atkvæði sitt í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×