Innlent

Harður árekstur á Biskupstungnabraut

Harður árekstur varð á Biskupstungnabraut um hálftíuleytið í gærkvöldi. Fólksbifreið var ekið inn á Biskupstungnabraut í veg fyrir annan bíl.

Ökumenn voru einir í bílum sínum og var annar þeirra fluttur á slysadeild en ekki er vitað nánar um líðan hans. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru báðar bifreiðarnar óökufærar ef ekki gerónýtar eftir áreksturinn.

Talsverð ölvun var á Selfossi í nótt og gistu þrír fangageymslur lögreglu vegna ölvunar og eignaspjalla. Tveir þeirra höfðu veist að lögreglumönnum við störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×