Innlent

Tveir létu greipar sópa í sumarbústaðahverfi

Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal nytjastuld og þjófnað.

Mennirnir létu greipar sópa síðasta sumar í sumarbústaðahverfi á Suðurlandi. Þeir brutust inn í þrjá sumarbústaði og rændu þaðan ýmsum munum. Lögregla fann þá í sumarbústað í nágrenninu þar sem þeir höfðu verið með samkvæmi til þess að fagna því að annar þeirra var að losna af Litla-Hrauni. Þar fannst þýfi þeirra falið á ýmsum stöðum í og við sumarbústaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×