Innlent

Játar á sig líkamsárás í Eyjum

Mynd/Vísir

Maður sem grunaður var um að hafa ráðist á annan mann við skemmtistaðinn Drífanda í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina hefur játað sök í málinu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Eyjum. Fórnarlambið var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur sömu nótt og árásin átti sér stað og kom í ljós að það var kjálkabrotið. Árásin hefur verið kærð til lögreglu.

Við þetta má bæta að eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í liðinni viku. Annars vegar var um að ræða rúðubrot í leikskóla og hins vegar skemmdir á hurð að torfbænum í Herjólfsdal sem talið er að hafi átt sér stað að kvöldi 9. maí. Ekki er vitað hver eða hverjir stóðu í þessum skemmdaverkum og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem þær geta veitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×