Hættu hjá Borg vegna vangoldinna gjalda Atli Steinn Guðmundsson skrifar 14. maí 2008 16:20 Höfuðstöðvar Borgar í Kópavogi. MYND/Vilhelm Gunnarsson „Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira
„Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira