Hættu hjá Borg vegna vangoldinna gjalda Atli Steinn Guðmundsson skrifar 14. maí 2008 16:20 Höfuðstöðvar Borgar í Kópavogi. MYND/Vilhelm Gunnarsson „Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
„Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira