Hættu hjá Borg vegna vangoldinna gjalda Atli Steinn Guðmundsson skrifar 14. maí 2008 16:20 Höfuðstöðvar Borgar í Kópavogi. MYND/Vilhelm Gunnarsson „Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
„Það fauk vel í mig í gær þegar ég frétti þetta. Það er búið að draga af manni orlof í meira en ár og þeir leggja það ekki í banka eða neitt, nota bara peningana. Svo kemur að útborgunardegi, þá segja þeir bara „Við eigum enga peninga,"," segir óánægður fyrrverandi starfsmaður hjá Steypueiningastöðinni Borg sem ekki hefur gert skil á afdregnu orlofi af yfirvinnu- og álagsgreiðslum sem þó hefur verið dregið af starfsmönnum. Heildarskuldin við þennan tiltekna starfsmann nemur nokkur hundruð þúsund krónum. Hann ákvað að láta af störfum fyrir skemmstu vegna vanskilanna. Segir hann að hann hafi ekki verið einn um að láta af störfum af þeim sökum. Á launaseðli kemur fram að afdregið orlof sé lagt í banka. Hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem fer með málið fyrir umræddan starfsmann og aðra sem leitað hafa réttar síns, fengust þær upplýsingar að það væri ekkert annað en fjárdráttur þegar svona væri staðið að málum. Annað væri ef samið væri sérstaklega við starfsmenn um að þeir fengju útgreitt orlof um hver mánaðamót með laununum en Vísir hefur upplýsingar um að þannig hátti til hjá hópi pólskra starfsmanna Borgar. „Þeir hafa ekki heldur borgað í lífeyrissjóð síðan í nóvember," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og segir farir sínar ekki sléttar. „Á morgun, á morgun" Annar starfsmaður, sem einnig lét af störfum nýlega hafði svipaða sögu að segja. „Fyrst fékk maður ekki launin sín um þarsíðustu mánaðamót. Þá fékk maður ekkert að vita og alltaf var sagt „Á morgun, á morgun, á morgun,". Svo var það þetta með orlofið núna en með orlofið í fyrra var það þannig að sú upphæð sem að lokum var greidd út eftir árið var nákvæmlega sú sem dregin hafði verið af mér, engir vextir eða neitt," útskýrði sá starfsmaður. Hann tók einnig fram að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki skilað sér síðan í nóvember. „Ég held að það sé verið að sigla þessu í strand," sagði starfsmaðurinn fyrrverandi að lokum, spurður um mat á stöðunni hjá Borg. „Við erum að greiða út það orlof sem okkur ber að greiða út núna. Við erum að nýta okkur heimild í lögum til að greiða annað orlof þegar menn fara í frí. Menn hafa beðið um það," segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Borgar. Getur ekki staðfest að menn hafi hætt Spurður út í orlofið af yfirvinnu- og álagsgreiðslum segir hann það standast að ekki hafi verið gerð skil á því en verið sé að vinna í því að greiða það út. „Auðvitað eru greiðslur seinar að berast þessa dagana eins og ástandið er í efnahagslífinu," segir Hermann enn fremur og á við útistandandi kröfur. „Við eigum talsvert meira útistandandi en skuldir okkar nema." Hermann sagðist ekki geta staðfest að menn hefðu hætt störfum hjá Borg undanfarið vegna vangoldinna launatengdra gjalda. Verkefnastaðan fyrir sumarið væri góð og mörg tilboð í gangi en ekki allt staðfest með fjármögnun þeirra verkefna. „Þetta ræðst svolítið af því hvernig mönnum tekst að fjármagna sig. Það eru einhverjir að vinna fyrir eigin reikning en umhverfið er breytt í þessu og það hafa ekki allir greiðan aðgang að fjármagni og það er áhyggjuefni," sagði Hermann. Hann bætti því við að unnið væri að því að gera orlofsgreiðslurnar upp í samráði við starfsfólk. „Þetta hefst nú allt saman," sagði hann að lokum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira