Innlent

Fundu marijúana og peninga við húsleit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinug lagði hald á allnokkurt magn af marijúana í húsleit í miðborginni í gærkvöld. Á sama stað lagði lögreglan hald á tæplega 400 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Húsráðandi og annar maður til voru handteknir vegna rannsóknar málsins eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×