Innlent

Engir sjóræningjatogarar á karfamiðunum

Ekkert hefur orðið vart við svonefnda sjóræningjatogara að karfaveiðum á Reykjaneshrygg á þessari vertíð.

Þetta eru togarar, skráðir undir hentifánum og veiða utan kvóta í trássi við fjölþjóðasamkomulag um nýtingu karfastofnsins á Reykjaneshrygg.

Landhelgisgæslan hefur meðal annars sent varðskip til að kanna uppruna þeirra 30 erlendu togara, sem nú eru á svæðinu og auk þess er þar spænskt eftirlitsskip til að fylgjast með að samningar séu haldnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×