Innlent

Þorgerður vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vill þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild á næsta kjörtímabili. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi sjálfstæðismanni í Reykjavík í kvöld.

Hún vill að flokkurinn leiði umræðuna um Evrópumál og stuðli að upplýstri umræðu. Í kjölfarið geti þjóðin sjálf kosið um málið.

Þorgerður tók það skýrt fram að hún vilji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á þessu kjörtímabili.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×