Innlent

Óvíst hvenær þjóðvegurinn fyrir norðan verður opnaður

Óvíst hvenær þjóðvegurinn fyrir norðan verður opnaður en hamfaraflóð hljóp úr stóru lóni eða stöðuvatni við Biskupsháls á Mývatnsöræfum, skammt frá Grímsstöðum á fjöllum á tólfta tímanum í gærkvöldi og sópaði þjóðveginum í burtu á að minnsta kosti 200 metra kafla og skemmdi hann víðar.

Ökumaður á stórum flutningabíl, fullestuðum af fiski, nam staðar í flauminum, sem gróf vegin undan honum þannig að hann valt. Ökumanninn og aðra vegfarendur sakaði ekki.

Flaumurinn tók stefnuna á Grímstaði á Fjöllum, en dreifði sér um miklar flatir áður en þangað kom. Þetta er fjölfarinn þjóðvegur á milli Norðurlands og Austfjarða og með öllu óljóst hvenær hann verður fær á ný. Engin hjálelið er framhjá vettvangi þannig að nú er aðeins fært með ströndunum á milli landshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×