Erlent

Nektardansmær hvatti konungsborinn áfram í samförum

Réttarhöldin yfir Íslendingnum Paul Aðalsteinssyni og félaga hans Sean McGuigan héldu áfram í gær en þeir eru sakaðir um að hafa ætlað að kúga fé af háttsettum meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.

Paul, sem nú kallar sig Ian Strachan, fór í vitnastúkuna. Hann sagði meðal annars að hann hefði orðið vitni að því þegar giftur meðlimur konungsfjölskyldunnar átti samfarir með einum af aðstoðarmönnum sínum á eldhúsgólfi meðan að nektardansmær frá Stringfellows hvatti þá áfram. Öll voru þau undir áhrifum fíkniefna.

Réttarhöldin halda áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×