Innlent

Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM

Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á framhaldsaðalfundi félagsins rétt fyrir hádegið. Halldóra Friðjónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Páll Halldórsson var kjörinn varaformaður.

Auk þeirra voru kjörin í stjórnina Ársæll Baldursson, Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Bragi Skúlason, Útgarði, Jörundur Guðmundsson, Félagi háskólakennara, Salóme Þórisdóttir, Þroskaþjálfafélagi Íslands, og Vilborg Oddsdóttir, Félagsráðgjafafélagi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×